Inngangur

Þessi netkönnun er hluti af verkefni sem fjallar um hvernig ólíkir hópar nota máltækni. Máltækni er tækni þar sem tungumál er notað til dæmis til að tölva geti lesið upphátt.

Mikilvægt er að tæknin passi fyrir fjölbreytt samfélag og sé aðgengileg fötluðu fólki, alveg sama hvaða fötlun það er með, heyrnar- og/eða sjónskerðingu, gigt eða aðra hreyfihömlun, skyntruflanir, lestrarörðugleika eða annað.

Markmið verkefnisins er að skilja hvernig máltækni getur stutt við fatlað fólk svo það geti notað tæki á íslensku og fengið upplýsingar á íslensku.

Könnunin hjálpar okkur að skilja hvaða tæknilausnir fólk með fötlun notar í dag, hvernig fólk notar þessar lausnir og reynslu fólks af ólíkum lausnum. Auk þess mun könnunin segja okkur hvar vantar lausnir og hvernig lausnir myndu gagnast fólk best í leik og starfi. Ýmsar hugmyndir hafa þegar komið fram sem jafnframt væri gagnlegt að fá þitt álit á.

Hafi fötlun þín ekki áhrif á hvernig þú notar tækni, þá er óþarft að svara en við þökkum áhugann.

Farið verður með öll svör sem trúnaðarmál og ekki er hægt að sjá hver sagði hvað.

Það er mikilvægt fyrir okkur að heyra hvað þér finnst en það tekur ekki langan tíma að svara könnuninni (aðeins um 10-15 mín).

Takk fyrir að taka þátt!

T