Pöntun á útprentuðu fræðsluefni um lyf á skiptiskrá fyrir apótek |
Lyfjastofnun býður lyfjabúðum að panta útprentuð plaköt, að kostnaðarlausu, með upplýsingum um lyf á skiptiskrá. Plakötin eru ætluð sem stuðningur fyrir starfsfólk apóteka við að útskýra lyf á skiptiskrá fyrir lyfjanotendum. Hægt er að hengja plakötin upp í lyfjabúðum þar sem þau eru sýnileg viðskiptavinum.