Næring og einfaldar uppskriftir með Helgu Möggu

Námskeið með Helgu Möggu

Áhrifavaldurinn, næringarfræðingurinn og uppskriftahöfundurinn Helga Magga mun sýna okkur hvernig á að útbúa æðislega góða rétti sem eru stútfullir af hollustu á skemmtilegan og einfaldan hátt! Hún mun líka deila snjöllum ráðum fyrir annasama daga og spjalla um hvernig næring getur gert daginn léttari og betri.
Námskeiðið fer fram í Hagkaup Smáralind fimmtudaginn 18. september frá kl. 17:30 – 19:00.
Það er gjaldfrjálst, en sætin eru takmörkuð og á síðasta námskeiði fylltust þau hratt, svo það er um að gera að skrá sig strax!
Þetta námskeið er í boði Hagkaups og MS og hluti af Heilsudögum Hagkaups. Komdu og lærðu nýjar hugmyndir, smakkaðu spennandi rétti og upplifðu skemmtilegt, fræðandi kvöld í eldhúsinu með Helgu Möggu.
1.Nafn(Required.)
2.Netfang (eingöngu notað til þess að senda upplýsingar um námskeið á þátttakendur)(Required.)