• English
  • Polski
  • Íslenska

Kynning á könnun og spurning um samþykki

Kæri íbúi á Raufarhöfn og Austur-Sléttu!
Þú ert vinsamlegast beðin(n) um að svara könnun sem hér fer á eftir um viðhorf þitt til verkefnisins Raufarhöfn og framtíðin (Rof) og fyrirhugaðs tilraunaverkefnis um eftirfylgni næstu þrjú ár, Raufarhöfn og framtíðin II (Rof II). Tilgangur könnunarinnar er að ná fram viðhorfum íbúa við upphaf þátttöku í tilraunaverkefni um eftirfylgni við grunnverkefni Brothættra byggða sem Byggðastofnun sleppti hendinni af fyrir nokkrum árum. Mikilvægt er að að meta árangur í einstökum byggðarlögum og verkefninu Brothættum byggðum í heild og því förum við þess á leit við þig að taka þátt í þessari könnun.
Mikilvægt er að ná sem hæstu svarhlutfalli í könnuninni til að varpa ljósi á stöðu byggðarlagsins og viðhorf íbúa til grunnverkefnisins og komandi tilraunaverkefnis. Einnig er mikilvægt að hver þátttakandi svari sem flestum spurningum. Ekki er hægt að rekja einstaka svör til einstaklinga. Þú getur smellt á eftirfarandi tengil til að taka þátt í könnuninni, en hún verður opin til 30. apríl næstkomandi.
Með góðum kveðjum,
Helga Harðardóttir og Kristján Þ. Halldórsson, fulltrúar Brothættra byggða hjá Byggðastofnun.
Samþykki fyrir þátttöku í viðhorfskönnun

Question Title

* 1. Viltu halda áfram og taka þátt í könnuninni?

T