Nordic Bridge er stafrænn vettvangur sem stuðlar að samstarfi á milli opinberra, einkarekinna og samfélagsstofnana annars vegar og fræðasamfélagsins hins vegar. Stofnanir geta birt sérstakar áskoranir eða tækifæri sem þær standa frammi fyrir og nemendur, vísindamenn og fræðimenn svarað með því að setja fram rannsóknartillögur og unnið þær í samráði við viðkomadi stofnun. Slíkar tillögur geta verið um almenn rannsóknarverkefni eða um lokaverkefni til gráðu á viðkomandi sviði.Nordic Bridge getur þannig verið lausnamiðaður samstarfsvettvangur og eflt svæðisbundna nýsköpun. Með þessum spurningalista vonumst við til að skilja betur væntingar þínar og markmið varðandi samstarf, áskoranir sem þú stendur frammi fyrir. og ávinninginn sem þú gætir vænst af þessari vefgátt. Framlag þitt mun leiða okkur áfram í að byggja upp vettvang sem styður við þroskandi, þverfaglegt samstarf á Norðurslóðum.