Kæri viðtakandi  

Unnið er nú að greiningu á rafrænni þjónustu Fjármálaeftirlitsins og endurskoðun á stefnu í vefmálum. Liður í starfinu er að kalla eftir viðhorfum starfsmanna og þeirra sem stofnunin á í samskiptum við.  

Meðfylgjandi er viðhorfskönnun sem við viljum biðja þig um að taka þátt í. Tilgangur með henni er að kanna viðhorf hagsmunaaðila stofnunarinnar til heimasíðu Fjármálaeftirlitsins (fme.is) og rafrænnar þjónustu. Niðurstaðan verður nýtt við þróun á heimasíðu stofnunarinnar.  

Við værum mjög þakklát ef þú gæfir þér tíma til að svara könnuninni. Það tekur einungis um 3-5 mínútur. Svara þarf könnuninni fyrir 17. janúar 2017.

Sigurjón Ólafsson vefráðgjafi frá Fúnksjón hefur umsjón með gerð og úrvinnslu könnunarinnar í samstarfi við Fjármálaeftirlitið. Farið verður með öll svör sem trúnaðarmál og verður ekki hægt að rekja svörin til einstakra aðila. Ef spurningar vakna, má hafa samband við Sigurð G. Valgeirsson upplýsingafulltrúa Fjármálaeftirlitsins.
 
7% of survey complete.

T