Um rannsóknina

Tilgangurinn með þessari rannsókn er að safna frásögnum fólks um ömmur sínar og langömmur. Söfnunin tengist rannsóknarverkefni á vegum Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands (RIKK) og Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands um sögu kvenna á 20. öld. Söfnunin er jafnframt liður í þjóðháttasöfnun Þjóðminjasafns Íslands.

Það sem við leitum eftir eru fyrst og fremst þínar eigin minningar. Þú getur valið á milli þess að skrifa algerlega frjálst eða stuðst við nokkur minnisatriði eða leiðbeiningar til að hjálpa þér að móta frásögnina. Sagt er frá þessum leiðbeiningum síðar þar sem við á.

Þú getur skilað frásögn þinni annað hvort undir nafni eða nafnlaust og á það einnig við um ömmu(r) þína(r) og langömmu(r).

Það efni sem berst verður notað til fróðleiks og rannsókna og er öllum aðgengilegt á ytri vef gagnagrunnsins Sarpur á netinu. Aðeins starsfólk minjasafna hefur aðgang að innri vefnum. Það er valkvætt hvaða upplýsingar verða settar inn í Sarp og á það ekki síst við um ytri vefinn. Nöfn heimildarmanna birtast ekki á ytri vef.
 
Við mælum með því að þú lesir yfir allar spurningarnar áður en þú byrjar að segja frá.

Þegar þú hefur lokið við skrifa frásögn þína ýtir þú á hnappinn LOKIÐ á öftustu síðu. Það er nauðsynlegt til þess að frásögnin komist til skila. Ekki er hægt að vista skjalið og verður því að ljúka við frásögnina í einum áfanga.
 
Með því að senda inn frásögn þína er litið svo á að þú hafir samþykkt að hún tilheyri gagnasafni Þjóðminjasafns Íslands og að safninu sé heimilt að skrá frásögnina í stafrænan gagnagrunn og gera hana aðgengilega almenningi, fræðimönnum og öðrum, um tölvunet eða með öðrum hætti. Einnig að frásögnin sé afrituð í þágu almennings og til rannsókna. Viljir þú ekki að frásögn þín birtist á netinu en leyfir samt að hún sé notuð til rannsókna ert þú vinsamlegast beiðin(n) um að svara spurningu nr. 10 (bls. 5).
 
Ef að þú hefur einhverjar spurningar eða annað fram að færa eru nánari upplýsingar veittar í síma 530 2246 en einnig má senda tölvupóst á agust@thjodminjasafn.is.

Bestu kveðjur

Anna Agnarsdóttir, forstöðumaður Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands
Ágúst Ólafur Georgsson, safnvörður þjóðháttasafns Þjóðminjasafns Íslands
Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður RIKK

T