skráning þátttakenda í saltfiskkönnun
*
Markmið neytendakönnunarinnar er að kanna viðhorf og upplifun neytenda af saltfiski.
Þátttaka felst í því að mæta í Matís, Vínlandsleið 12 í Grafarholti, smakka þrjár mismunandi gerðir af saltfiski og svara stuttum spurningalista um þær. Könnunin tekur um 20 mínútur.
Skilyrði fyrir þátttöku er að vera á aldrinum 18 - 35 ára eða 55 - 75 ára. Engar persónugreinanlegar upplýsingar verða skráðar eða tengdar svörum í úrvinnslu gagna.
Þrír þátttakendur sem ljúka könnuninni eiga möguleika á að vinna gjafabréf að verðmæti 25.000 kr. Dregið verður úr hópi þátttakenda þann 5. september.
Könnunin fer fram hjá Matís, Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík.
Áætlaðar dagsetningar:
Fyrir aldurshópinn 55–75 ára: 21.–22. ágúst
Fyrir aldurshópinn 18–35 ára: 28.–29. ágúst
Ef spurningar vakna varðandi könnunina, vinsamlegast hafðu samband við Aðalheiði Ólafsdóttur
📧 adalheiduro@matis.is
📞 Sími: 858 5010
(Áskilið.)
Ég hef lesið upplýsingatextann og hef áhuga á að taka þátt í könnuninni