Með því að rita nafn og kennitölu barns míns hér að neðan staðfesti ég að ég hef lesið og skilið efnislegt innihald meðfylgjandi kynningarbréfs og votta að mér hefur gefist tækifæri til að kynna mér hjálagðar upplýsingar um rannsóknina. Ég hef fengið tækifæri til þess að spyrja nánar um atriði sem mér kunna að hafa verið óljós og fengið viðunandi svör við spurningum mínum.
- Ég samþykki að barn mitt gefi strokusýni úr kinn vegna rannsóknarinnar samkvæmt leiðbeiningum í meðfylgjandi bæklingi.
- Ég heimila að upplýsingar úr sýninu verði samkeyrðar við upplýsingar sem lýst er í liðum 1 til 7 í meðfylgjandi kynningarbréfi.
- Ég heimila að strokusýnið megi varðveita undir kóða í lífsýnasafni Íslenskrar erfðagreiningar.
- Ég staðfesti að sú heimild sem ég veiti hér með undirskrift minni gildir í ótilgreindan tíma og að mér er frjálst að hætta þátttöku hvenær sem er án ástæðu og afleiðinga.

Question Title

* 1. Fullt nafn barns

Question Title

* 2. Kennitala barns (án bandstriks)

Question Title

* 3. Nafn foreldris/forráðamanns sem samþykkir

Question Title

* 4. Dagsetning samþykkis

Þetta vefform býður aðeins upp á að skrá eitt barn til þátttöku. Ef um er að ræða fjölbura má opna hlekkinn á vefformið í öðrum vafra eða annarri tölvu og skrá annað barn þannig. Eins má senda tölvupóst með nafni og kennitölu þess barns sem á að samþykkja þátttöku fyrir á erla@rannsoknir.is þess efnis að viðkomandi barn megi taka þátt í rannsókninni. 

Ef einhverjar spurningar vakna er þér velkomið að hafa samband við verkefnastjóra rannsóknarinnar Erlu Maríu á netfangið erla@rannsoknir.is eða í síma 777 0057. 

T