Inngangur

Takk fyrir að taka þátt í atvinnulífskönnun Atvest meðal íbúa á Ströndum og í Reykhólahrepp. Í upphafi var könnunin hönnuð fyrir íbúa svæðanna. Síðar ákváðum við að bjóða einnig brottfluttum að koma með sitt dýrmæta innlegg, þar sem þar kunna að liggja skýringar á því afhverju fólkið býr ekki lengur á svæðinu og hvað þarf til svo að fólkið flytji aftur heim.

Markmið könnunarinnar er að safna upplýsingum fyrir stefnumótunarvinnu sveitarfélaga í atvinnumálum, kanna viðhorf íbúa til atvinnumála svæðisins og skoða hvernig betur sé hægt að tryggja fyrirtækjum og einstaklingum uppbyggilegt rekstrarumhverfi.

Þátttaka í könnuninni er mikilvæg fyrir samfélagið. Niðurstöður verða nýttar til að móta sameiginlega framtíðarsýn og auðvelda samræmda ákvörðunartöku til að bæta þjónustu og vinna markvisst að því að styðja og efla atvinnulíf svæðanna.

Niðurstöður þessarar könnunar er ekki hægt að rekja til einstakra svarenda sem svara spurningum.

Rétt er að taka fram að svarendum er ekki skylt að svara öllum spurningum. Ef svarendur óska eftir nánari upplýsingum um könnunina eða hafa einhverjar athugsemdir við framkvæmd hennar þá viljum við gjarnan heyra frá ykkur.

Vinsamlegast,

Viktoría Rán Ólafsdóttir
Verkefnisstjóri Atvest
viktoria@atvest.is

T