Screen Reader Mode Icon
Verkefnið Grindavík - Saman í sókn gengur út á að kortleggja, virkja og styðja við endurreisn og nýsköpun í atvinnulífi Grindavíkur með áherslu á ferðaþjónustu, bláa hagkerfið, iðnaður og tengda þjónustu.
Vinnustofurnar sem boðið verður uppá nýtast sem lifandi vettvangur fyrir jafningjarýni, þekkingarmiðlun og þróun hugmynda sem leiða til aukinnar verðmætasköpunnar og nýrra verkefna.

Skipulag vinnustofa:
Tímabil: Okt 2025 - Feb 2026
Form: 4 vinnustofur á netinu + 2 staðbundnar (í Grindavík)

Dagskráin í haust og vetur verður sérsniðin að fyrirtækjaeigendum í Grindavík þar sem áhersla er á aðila sem vinna innan ferðaþjónustu, bláa hagkerfisins og tengdra þjónustugreina. Þátttakendur forgangsraða þeim þemum sem þau vilja leggja áherslu á í fræðslunni með því að velja að hámarki átta þemu í listanum hér að neðan.

Þátttakendur fá aðgang að fræðslu og verkefnum inni á lokuðu vinnusvæði verkefnisins og vinnustofum á netinu þar sem markmiðið er að fá jafningjarýni, endurgjöf og umræður í hópum.

Grunnstef og hugmyndafræði vinnustofanna gengur útá að efla samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í atvinnulífinu. Íslenski ferðaklasinn er framkvæmdaaðili í samstarfi við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og Grindavíkurbæ.

Umsóknarfrestur er opin til 22.október (á miðnætti)

Opin kynningafundur verður haldin í Grindavík kl: 12:00 - 14:00 í Gjánni þann 22.október


Question Title

* 1. Nafn þátttakanda / tengiliðs (þitt nafn)

Question Title

* 2. Fyrirtæki (og tegund rekstrar)

Question Title

* 3. Upplýsingar

Question Title

* 4. Vefsíða

Question Title

* 5. Hvaða væntingar hefur þú til þátttöku í verkefninu?

Question Title

* 6. Hvaða stuðning telur þú þig hafa mesta þörf fyrir á þessum tímapunkti?

Question Title

* 7. Þátttakendur taka þátt í að móta dagskrá verkefnisins. Vinsamlegast merkið við 8 umfjöllunarefni sem myndu gagnast þér best eins og staðan er í dag, eða bættu við umfjöllunarefni ef þú sérð það ekki á listanum:

0 of 7 answered
 

T