Hugmyndasöfnun í tilefni af 50 ára kaupstaðarafmæli Grindavíkurbæjar

Grindavíkurbær fagnar 50 ára kaupstaðarafmæli sveitarfélagsins 10. apríl 2024. Skipuð hefur verið afmælisnefnd sem leitar til íbúa eftir hugmyndum til að minnast tímamótanna. 
1.Ert þú með hugmynd að viðburði/viðburðum sem Grindavíkurbær getur staðið fyrir á 50 ára kaupstaðarafmæli sveitarfélagsins?
2.Ert þú með hugmynd hvernig Grindavíkurbær getur minnst tímamótanna með öðrum hætti en viðburðum?
3.Hefur ábendingu/ábendingar sem þú vilt koma á framfæri við 50 ára afmælisnefnd Grindavíkurbæjar?