Þessi könnun er ætluð félagsforingjum eða öðru stjórnarfólki skátafélaganna að svara svo hægt sé að styðja skátafélögin í kynningarmálum með sem bestum hætti.
Við biðjum þig sem svarar könnuninni fyrir þitt skátafélag að svara henni með fjölda þátttakenda á liðnu starfsári í huga, gott er að rifja þær tölur upp í upphafi könnunar.
Auk þessarar upphafssíðu eru tvær síður til viðbótar. Gætið þess að senda könnunina inn að henni lokinni.
Niðurstaða þessarar könnunar mun hafa áhrif á hvernig BÍS og SSR munu styðja kynningarmál á starfsvæði þíns skátafélags og mögulega víðar.