Upprunalegur spurningalisti í 2017 og 2019 rannsóknum á náms- og starfsvæntingum íslenskra unglinga |
1. hluti - skólinn, menntun almennt, áhugi foreldra, náms- og starfsráðgjöf
Kæri nemandi.
Spurningalistinn, sem þú ert nú búin(n) að fá í hendur, hefur verið búinn til í því skyni að fá upplýsingar hjá þér og unglingum á þínum aldri um ýmislegt er varðar val þitt á skóla eða starfi á næsta ári, eða næstu árum.
Þessi rannsókn er hluti af námi mínu í skólasálfræði við háskólann í Illinois í Bandaríkjunum. Allar þær upplýsingar sem þú gefur hér geturðu treyst að enginn fær að vita um nema ég, undirritaður. Er það í samræmi við reglur um rannsóknir af þessu tagi, þar sem farið er með öll svör sem algjört trúnaðarmál.
Spurningalistinn er lagður fyrir unglinga víðsvegar um landið, og munu þær upplýsingar, sem þú gefur hér, verða gagnlegar við starfsfræðslu og náms- og starfsráðgjöf í efstu bekkjum grunnskólans á komandi árum.
Það er mikilvægt að þú skrifir nafn þitt á spurningalistann, þar sem um það er beðið, því að ég mun e.t.v. leita til þín sienna, þegar þú ert búin(n) að vinna eða vera í skóla nokkur ár, og fá upplýsingar um nám þitt og starf á þeim tíma.
Með fyrirfram þökk fyrir þátttökuna.
Hallur Skúlason
Spurningalistinn, sem þú ert nú búin(n) að fá í hendur, hefur verið búinn til í því skyni að fá upplýsingar hjá þér og unglingum á þínum aldri um ýmislegt er varðar val þitt á skóla eða starfi á næsta ári, eða næstu árum.
Þessi rannsókn er hluti af námi mínu í skólasálfræði við háskólann í Illinois í Bandaríkjunum. Allar þær upplýsingar sem þú gefur hér geturðu treyst að enginn fær að vita um nema ég, undirritaður. Er það í samræmi við reglur um rannsóknir af þessu tagi, þar sem farið er með öll svör sem algjört trúnaðarmál.
Spurningalistinn er lagður fyrir unglinga víðsvegar um landið, og munu þær upplýsingar, sem þú gefur hér, verða gagnlegar við starfsfræðslu og náms- og starfsráðgjöf í efstu bekkjum grunnskólans á komandi árum.
Það er mikilvægt að þú skrifir nafn þitt á spurningalistann, þar sem um það er beðið, því að ég mun e.t.v. leita til þín sienna, þegar þú ert búin(n) að vinna eða vera í skóla nokkur ár, og fá upplýsingar um nám þitt og starf á þeim tíma.
Með fyrirfram þökk fyrir þátttökuna.
Hallur Skúlason
Miðbrekku 1
Ólafsvík
93-6491
Í þessum fyrsta hluta spurningalistans eru spurningar um skólann, menntun almennt, áhuga foreldra þinna (eða stjúpforeldra), á því sem þú ert að gera í skólanum og starfsfræðslu og náms- og starfsráðgjöf í skólanum þínum.
Sumum spurninganna svararðu með því að merkja við einn valkost af nokkrum en í öðrum skrifarðu svarið á þar til gerðar línur.
Sumum spurninganna svararðu með því að merkja við einn valkost af nokkrum en í öðrum skrifarðu svarið á þar til gerðar línur.
Gættu þess vel að fara eftir öllum fyrirmælum og lestu allar spurningarnar vel og mundu eftir að svara þeim öllum (nema auðvitað þeim sem þú átt að sleppa).