1. hluti - skólinn, menntun almennt, áhugi foreldra, náms- og starfsráðgjöf

Kæri nemandi.

Spurningalistinn, sem þú ert nú búin(n) að fá í hendur, hefur verið búinn til í því skyni að fá upplýsingar hjá þér og unglingum á þínum aldri um ýmislegt er varðar val þitt á skóla eða starfi á næsta ári, eða næstu árum. 
   Þessi rannsókn er hluti af námi mínu í skólasálfræði við háskólann í Illinois í Bandaríkjunum. Allar þær upplýsingar sem þú gefur hér geturðu treyst að enginn fær að vita um nema ég, undirritaður. Er það í samræmi við reglur um rannsóknir af þessu tagi, þar sem farið er með öll svör sem algjört trúnaðarmál.
    Spurningalistinn er lagður fyrir unglinga víðsvegar um landið, og munu þær upplýsingar, sem þú gefur hér, verða gagnlegar við starfsfræðslu og náms- og starfsráðgjöf í efstu bekkjum grunnskólans á komandi árum.
    Það er mikilvægt að þú skrifir nafn þitt á spurningalistann, þar sem um það er beðið, því að ég mun e.t.v. leita til þín sienna, þegar þú ert búin(n) að vinna eða vera í skóla nokkur ár, og fá upplýsingar um nám þitt og starf á þeim tíma.
   
    Með fyrirfram þökk fyrir þátttökuna.

                                                                                     Hallur Skúlason
                                                                                     Miðbrekku 1
                                                                                     Ólafsvík
                                                                                     93-6491
 
  Í þessum fyrsta hluta spurningalistans eru spurningar um skólann, menntun almennt, áhuga foreldra þinna (eða stjúpforeldra), á því sem þú ert að gera í skólanum og starfsfræðslu og náms- og starfsráðgjöf í skólanum þínum.
  Sumum spurninganna svararðu með því að merkja við einn valkost af nokkrum en í öðrum skrifarðu svarið á þar til gerðar línur.
  Gættu þess vel að fara eftir öllum fyrirmælum og lestu allar spurningarnar vel og mundu eftir að svara þeim öllum (nema auðvitað þeim sem þú átt að sleppa).

Question Title

1. Hvernig finnst þér að vera í skóla?

Question Title

2. Að hve miklu gagni heldurðu að það sem þú ert að læra í skólanum núna (í 9. bekk), muni koma þér í framtíðarstarfi þínu? (merktu við eitt atriði)

Question Title

3. Að hve miklu gagni heldurðu að skólanám (framhaldsnám) komi þér í framtíðinni?

Question Title

4. Hvaða tvær námsgreinar finnast þér skemmtilegastar?

Question Title

5. Hvaða tvær námsgreinar finnast þér leiðinlegastar?

Question Title

6. Hve miklum tíma eyðirðu, að meðaltali, í heimanám á hverjum degi?

Question Title

7. Hve oft spyr pabbi þinn þig hvort þú hafir lokið við heimanámið?

Question Title

8. Hve oft spyr mamma þín þig hvort þú hafir lokið við heimanámið?

Question Title

9. Hve oft hjálpar mamma þín þér með heimanámið?

Question Title

10. Hve oft hjálpar pabbi þinn þér með heimanámið?

Question Title

11. Hve mikinn áhuga sýnir pabbi þinn á því sem þú ert að gera í skólanum?

Question Title

12. Hve mikinn áhuga sýnir mamma þín á því sem þú ert að gera í skólanum?

Question Title

13. Hafa foreldrar þínir einhvern tíma lofað að gefa þér eitthvað ef þú færð góðar einkunnir í skólanum?

Question Title

14. Hve miklum tíma eyðirðu að jafnaði í tómstundir eða skemmtanir í skólanum?

Question Title

15. Hve miklum tíma eyðirðu að jafnaði í tómstundir eða skemmtanir utan skólans?

Question Title

16. Er starfsfræðsla eða starfskynning í skólanum þínum?

Question Title

17. Hefur starfsfræðslan eða starfskynningin auðveldað þér að finna rétta skólann eða starfið til að fara í?

Question Title

18. Er náms- og starfsráðgjafi í skólanum þínum?

Question Title

19. Ef náms- og starfsráðgjafi er starfandi í skólanum þínum hefurðu þá beðið hann um að hjálpa þér við að finna rétta skólann eða vinnuna til að fara í eftir 9. bekk?

Question Title

20. Ef þú hefur beðið náms- og starfsráðgjafann um aðstoð hversu gagnleg hefur aðstoð hans verið við að finna rétta skólann eða vinnuna fyrir þig?

Question Title

21. Hversu gagnleg heldurðu yfirleitt að aðstoð náms- og starfsráðgjafa við nemendur, við að finna rétta skólann til að fara í eftir 9. bekk, sé?

Question Title

22. Hversu gagnleg heldurðu yfirleitt að aðstoð náms- og starfsráðgjafa við nemendur, við að finna rétta starfið til að fara í eftir 9. bekk, sé?

Question Title

23. Hefur kennari þinn hvatt þig til að fara í framhaldsskóla eftir 9. bekk?

Question Title

24. Kennarinn minn mundi líklega vera betri við að velja skóla eða starf fyrir mig en ég mundi sjálfur vera?

Question Title

25. Vinnurðu með skólanum um þessar mundir?  (hér er ekki átt við vinnu í skólafríum).

Question Title

26. Ef þú vinnur með skólanum um þessar mundir, hve margar klukkustundir vinnurðu þá á viku, að jafnaði?

Question Title

27. Ef þú vinnur með skólanum um þessar mundir vinnurðu þá:

Question Title

28. Ef þú vinnur með skólanum um þessar mundir, hvers vegna ertu að vinna?

Question Title

29. Heldurðu að framtíðarstarf þitt verði það starf, eða svipað starf, og það sem þú hefur unnið með skólanum á þessu skólaári?

Question Title

30. Hefurðu unnið eitthvað með skólanum síðan þetta skólaár byrjaði? (hér er ekki átt við vinnu í skólafríum)

Question Title

31. Býstu við að vinna með skólanum seinna á þessu skólaári (hér er ekki átt við vinnu í skólafríum)

Page1 / 6
 
17% of survey complete.

T