Allir á aldrinum 13-18 ára geta tekið þátt í sumarlestri ungmenna á tímabilinu 25. maí - 25.ágúst 2021.
Þann 29. ágúst verður dreginn út vinningshafi sem fær 10.000 kr. gjafabréf í Pennanum Eymundsson.
Fylla má út þátttökumiða fyrir hverja lesna bók. Fleiri bækur = fleiri möguleikar.
Sumarlesturinn á líka við um hljóðbækur, myndasögur og bækur á erlendum málum.