Ratsjáin er verkefni sem eflir nýsköpunarhæfni stjórnenda í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Umsóknarfrestur er til 29. mars og verkefnið hefst með kynningarfundi 13. apríl kl 15:00. Ratsjáin hefst svo formlega 20. apríl og lýkur 6. október og samanstendur af 7 lotum með heimafundum/jafningjaráðgjöf, fræðslu og erindum, verkefnavinnu og ráðgjöf. Þátttökugjald í Ratsjána er 20.000 kr per fyrirtæki.
Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið í samstarfi við RATA og Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ásamt stuðningi frá Ferðamálasamtökum höfuðborgarsvæðisins.