Introduction

Fyrir hönd MooDFOOD-verkefnisins viljum við þakka þér fyrir að taka þér tíma til að ljúka þessari könnun, hún ætti að taka innan við tíu mínútur og mun gefa gagnlega innsýn inn í hvernig verkefnið getur sem best miðlað rannsóknarniðurstöðum sínum.

MooDFOOD-verkefnið hefur unnið að því að öðlast betri skilning á sálfræðilegum, lífstíls- og umhverfisleiðum sem liggja að baki sambandinu á milli mataræðis og þunglyndis. Fimm ára verkefnið, sem er fjármagnað af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, hefur falið í sér yfirgripsmiklar rannsóknir þverfaglegs hóps vísindamanna í níu Evrópulöndum. Dagskrá rannsóknarinnar fól meðal annars í sér stóra slembiraðaða stýrða inngripstilraun, yfirgreiningu gagna, áhorfsrannsóknir á hegðun og könnun á sjálfbærnimálefnum í kringum hugsanlegt inngrip í mataræði. Samþættar niðurstöður rannsóknarinnar eru bráðlega væntanlegar til útgáfu.

Endilega dreifðu þessu áfram til allra sem þú telur að hefðu áhuga á að taka þátt og læra meira um MooDFOOD-verkefnið og niðurstöður þess. Svör þín verða bundin trúnaði.

Frekari upplýsingar um MooDFOOD verkefnið færðu á vefsvæði MooDFOOD: www.moodfood-vu.eu  

Fyrir frekari upplýsingar um þennan spurningalista eða hverskonar samskiptaspurningar, skaltu hafa samband við Jessie Pullar, næringarsamskiptafulltrúa MooDFOOD: j.m.pullar@amc.uva.nl

Vinsamlegast athugaðu: Þessi spurningalisti hefur verið þýdd á ensku, við biðjumst afsökunar á ónákvæmni sem hefur átt sér stað á meðan ferlið stendur

T