Gallar í nýjum fjölbýlishúsum - Annar fasi rannsóknar

Trúnaðaryfirlýsing rannsakanda

Þetta er algerlega nafnlaus könnun. Nöfn þátttakenda, fjölbýlishúsa og fyrirtækja eru trúnaðarmál. Birtar niðurstöður verða órekjanlegar. Fyrir nánari upplýsingar vísum við á hi.is/gallar og gallar@hi.is
Um annan fasa rannsóknarinnar: Fyrsta hluta gagnasöfnunar er lokið þar sem við höfðum samband við fulltrúa valinna fjölbýla á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú ert í forsvari fyrir nýlegt fjölbýli (fokhelt árið 2018 eða síðar) með 6 eða fleiri íbúðum sem hefur glímt við erfiða galla þá viljum við gjarnan heyra þína sögu.
1.Hvert er heimilisfang fjölbýlishúsins? Vinsamlegast tilgreinið einnig póstnúmer.
2.Býrð þú í fjölbýlishúsinu?
3.Ert þú eigandi eða leigjandi íbúðarinnar?
4.Ert þú í stjórn húsfélagsins?
5.Hversu lengi hefur þú átt þessa íbúð?
6.Af hverjum keyptir þú, þ.e. núverandi eigandi, íbúðina?
7.Hvenær var fjölbýlishúsið afhent íbúum til notkunar? (ártal, t.d. fyrri hluta 2022)
8.Hversu ánægð/ur eða óánægð/ur ert þú með íbúðarkaupin?
9.Hefur þú eða húsfélagið orðið vart við einhverja galla á fasteigninni?
10.Komu gallarnir fram í sameign eða í einni eða fleiri íbúðum (Merktu í einn eða fleiri reiti eftir því sem við á)?
11.Komu gallarnir fram í fleiri samliggjandi byggingum eða stigagöngum en í þessari tilteknu sem þú átt eign í? Þá hvaða húsnúmerum?
12.Vinsamlegast lýstu göllunum nánar.
13.Hvenær komu gallarnir fyrst fram (t.d. innan 6 mánaða frá afhendingu, eftir 1 ár, o.s.frv.)?
14.Eru gallarnir enn óleystir?
15.Er vitað hvað fór úrskeiðis? Af hverju komu gallarnir fram?
16.Hversu mikið eða lítið telur þú að eftirtaldir þættir hafi haft áhrif á tilkomu gallanna? (Vinsamlegast merktu við eitt svar í hverjum lið)
Engin áhrif
Lítil áhrif
Nokkur áhrif
Mikil áhrif
Mjög mikil áhrif
Veit ekki
Hönnunargallar – Mistök í upphaflegri hönnun byggingar, t.d. í nægilega nákvæmum burðarþolsútreikningum, ófullnægjandi einangrun, veðurvörn eða röngu vali á byggingarefnum.
Framkvæmdagallar – Vinnubrögðum var ábótavant, t.d. vegna vanhæfni verktaka, ónægrar verkstjórnar, rangrar uppsetningar á efnum eða lítils eftirlits með vinnuferlum.
Efnagallar – Notkun á óhæfum eða gölluðum byggingarefnum, skortur á samhæfni milli efna eða notkun á efnum sem ekki henta veðurfari og aðstæðum.
Ekki tekið nægjanlegt tillit til veðurfars og náttúruáhrifa.
Skipulags- og lagaþættir – Skortur á nægilegu eftirliti með byggingarframkvæmdum, veik lög eða reglugerðir sem ekki kveða á um nægjanlega vönduð vinnubrögð.
Tímapressa og sparnaður – T.d. ef verktakar flýta sér of mikið eða spara í efnum og vinnu til að minnka kostnað.
17.Hefur húsfélagið eða einhver annar á vegum húsfélagsins haft samband við verktaka eða byggingarstjóra vegna gallanna? (Merktu við einn eða fleiri lið eftir því sem við á)
18.Hver var niðurstaðan af því samtali (t.d. viðgerð framkvæmd, synjun um viðgerð, enn í ferli)?